Á nýliðnu ári voru 395 fréttir skrifaðar hér á vef Grundarfjarðarbæjar, þar af tæpar 60 fréttir frá Ungmennafélagi Grundarfjarðar. Þetta eru tæpar 8 fréttir að meðaltali í hverri viku og hefur því verið skrifuð meira en ein frétt á dag hvern virkan dag ársins.

Innlit á vefinn hafa stöðugt aukist og hafa þau farið allt upp í 145 lesendur á sama tíma! Heildarinnlit árið 2004 voru 67.774 sem er að meðaltali 186 innlit á dag. Valdar fréttir sem eru skrifaðar á vefinn birtast einnig á vefnum skessuhorn.is og má að líkindum rekja hluta af heimsóknum þaðan.