Í gær spilaði 3.fl kv við FH og endaði leikurinn með jafntefli 2-2. Mörk Grundarfjarðar gerðu þær Stefanía og Sandra. Stelpurnar okkar spiluðu langt frá sinni réttu getu í leiknum og ekki hjálpaði dómarin til með að halda leiknum á sæmileg plani.

Stelpurnar okkar skorðuð 3 mörk í leiknum en dómarinn sá ekki síðasta markið og er spurning um að fá einhver til að styrkja dómarann um tíma hjá augnlækni, því greinilegt var að markmaður FH liðsins tók boltann úr markinu,eftir skot frá Hafdísi Lilju og kastaði honum fram að miðju þar sem leikmenn beggja liða ætluð að byrja á miðjunni eins og gert er þegar mark er skorað.En eins og áður segir þá var dómarinn ekki á sömu skoðun og taldi að um mark kast væri að ræði og lét leikinn halda áfram.