4. flokkur karla tók þátt í riðlakeppni íslamdsmótsins í fótbolta á sunnudaginn. Strákarnir sigruðu riðilinn sem er hreint frábær árangur og fara þeir því í úrslitakeppnina sem verður á Akranesi 14.febrúar. Fyrsti leikur þeirra var við Selfoss og endaði hann 4-4,þá var komið að Keflavík og vannst sá leikur 2-5,leikurinn á móti Njarðvík fór einnig 2-5 fyrir okkar strákum,Grundarfjörður – Víðir/Rynir fór 4-3,við unnum FH 4-2 og síðasti leikurin var á móti Víking R og fór hann 2- 0 fyrir okkar strákum. Frábær árangur þetta.

 

Í 4. fl. eru Hrannar Már, Þorsteinn, Steinar, Ingólfur, Heimir, Njáll, Benedikt Lárus, Marinó,Guðmundur, Rúnar, Hjörtur Rósmann, Albert, Ólafur, Ingi Björn, Viktor, Erlingur og Brynjar.

 

Þegar strákarnir komu heim beið þeirra pizzuveisla í boði Ragnars og Ásgeirs og þakka þeir kærlega fyrri það !