41. stjórnarfundur Eyrbyggja 4. mars 2003  kl 20:00 í Perlunni í Reykjavík

Viðstaddir: Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson, Hermann Jóhannesson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason, Ingi Hans Jónsson (sem gestur).

1.                  Styrkir.

Undirrituð var umsókn Sögunefndar og Eyrbyggja til styrktarsjóðs Sparisjóðs Eyrarsveitar, en sjóðurinn hefur ávalt styrkt starfsemi félaganna..

2.                  Efni í næstu bók.

Fjallað var um stöðu greina sem kunna að birtast í næstu bók.  Af nógu er að taka en vilji fundarmanna stendur til að geta valið úr greinum.  Orri ætlar að skrifa grein um skipulagsmál, en 60 ár eru frá því að elstu skipulagsuppdrættir af þorpinu voru gerðir.

3.                  Örnefnakort.

Búið er að merkja örnefni inn á myndir sem teknar voru við Kolgrafafjörð og er Guðjón Elísson að ganga frá myndunum.  Gísla Karel var falið að hafa samband við Hildi Sæmundsdóttur um það hvernig staðið yrði að vinnu vegna skráningu örnefnanna.

4.                  Sala bóka.

Hermanni var falið að sjá um sölu næstu bókar.  Með þeim hætti má má í einu höggi slá tvær flugur; selja bækurnar og kanna hug Grundfirðinga til starfsemi félagsins og bókaútgáfu þess.

5.                  Önnur mál.

a.       Myndasafn Halldórs Péturssonar

Gísli og Guðlaugur eru með málið í vinnslu

b.      Þorsteinn Jósepsson, brautryðjandi í landlýsingarbókum tók fjölmargar  ljósmyndir frá Eyrarsveit.  Ásgeir Þór Árnason er að vinna í því að fá heimild til að nota þær.

c.       Skilti um Eyrbyggja.

Bæjarráð Grundarfjarðar hefur samþykkt tillögu Eyrbyggja þess efnis að reist verði skilti, við vestari brúarsporð fyrirhugaðrar brúar yfir Kolgrafarfjörð, þar sem sagt verður frá fornfrægum köppum, Eyrbyggjum.  Stjórn Eyrbyggja fagnar þessari ákvörðun og leggur til að Erlu Bryndísi Kristjánsdóttur landslagsarkitekt í Grundarfirði verði falið að vinna hugmyndir að skilti og útskoti undir það, í svipuðum dúr og gert hefur verið á Vatnaleiðinni.

d.      Sögumiðstöð og sögugarður í Grundarfirði

Ingi Hans kynnti  hugmyndir að sögumiðstöð og sögugarði í Grundarfirði.  Ingi Hans hefur ásamt öðrum stofnað eignarhaldsfélagið Blöðruskalla en markmið þess er að reka ofannefndan garð og miðstöð.  Félagið hefur fest kaup á húsnæðinu þar sem til skamms tíma var rekin verslunin Grund.  Meining félagsins er að hafa sýningahald í húsinu tengt sögu Snæfellinga, kaffihús, sölu handverksmuna og jafnvel lítinn kvikmyndasal.  Sögugarðurinn yrði á Grundarkampi og þar yrði forn byggð gerð sýnileg og sagan dregin fram í dagsljósið.  Eyrbyggjar fagna þessu frumkvæði Blöðruskalla og óska félaginu velfarnaðar í starfi sínu. 

6.         Næsti fundur.

Næsti fundur var ákveðinn kl. 20.00, þriðjudaginn 1. apríl í Perlunni í Reykjavík.