42. stjórnarfundar Eyrbyggja 2. apríl 2003  kl 20:00 í Perlunni í Reykjavík

Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson, Hermann Jóhannesson, Hrafnhildur Pálsdóttir.

1.                  Útgáfa bókarinnar                      

Gunnar Kristjánsson í sögunefnd Eyrarsveitar hefur tekið að sér að halda utan um efnissöfnun í bókina í samvinnu við Gísla og ganga frá greinum til útgefanda.                                                                                     

2.                  Fjárhagsstaða

Ásthildur gerði grein fyrir fjárhagsstöðu og áætlun um útgáfukostnað

3.                  Sala á eldri útgáfum

Ákveðið var að athuga hvort hægt væri að koma upp sölustandi með bókunum í sölubás Tanga í Kolaportinu. Guðlaugur tekur að sér að hafa samband við forsvarsmenn Tanga.

4.                  Málverk Halldórs Péturssonar frá Setbergi.

Guðlaugur sýndi myndir sem hann tók af málverkum Halldórs .

5.                  Grein um Rósu og Gunnar á Eiði.

Grein Njáls Gunnarssonar um Rósu og Gunnar frá Eiði var talin góð til birtingar.

6.         Örnefnamynd af Kolgrafafirði

Vinna við hana er langt komin.

7.         Efni í bókina.

Ákveðið var að allt efni í bókina ætti að vera tilbúið um páskana og komið til útgefanda um mánaðarmótin apríl/maí.

8.         Næsti fundur.

Ákveðið var að halda næsta fund þriðjudaginn 6. maí.