43. stjórnarfundar Eyrbyggja 6. maí 2003  kl 20:00 í Perlunni í Reykjavík

 

Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Hermann Jóhannesson. Elínbjörg Kristjánsdóttir.

 

1.                  Örnefnamynd

Örnefnamyndin af Kolgrafafirði er tilbúin til prentunar.

Samþykkt að setja hana í prentun, hún verður komin úr prentsmiðju í maí og upplagið verður 1000 stk.

 

2.                  Útgáfa bókarinnar                      

Farið var yfir efnisyfirlit næstu bókar. Megnið af greinunum eru tilbúnar, bókin verður um 200 bls. Stefnt er að því að fara með efnið á geisladiski 9. maí 2003 til útgefanda.

 

3.         Næsti fundur.

Ákveðið var að halda næsta fund þriðjudaginn 3.júní.