46. stjórnarfundur Eyrbyggja 2. sept 2003  kl 20:00 í Perlunni í Reykjavík.

Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason, Guðlaugur Þór Pálsson, Hrafnhildur Pálsdóttir, Bjarni Júlíusson, Hafdís Gísladóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Elínbjörg Kristjánsdóttir.

1.                  Fráfarandi stjórn skilar af sér

Fráfarandi formaður, Gísli Karel Halldórsson, greindi frá starfssemi félagsins á liðnum árum, m. a. frá bókaútgáfunni, örnefnaskrá/myndum og framfaraverðlaunum og afhenti geisladiska með gögnum fyrri stjórna.  Einnig gerði hann grein fyrir því efni sem tilbúið er og því sem verið er að vinna að vegna útgáfu næstu bókar.

2.                  Ný stjórn skiptir með sér verkum                      

Bjarni Júlíusson var einróma kjörinn formaður, Áshildur Elva Kristjánsdóttir  situr áfram sem gjaldkeri og Orri Árnason situr áfram sem ritari.

3.                  Önnur mál

Gísla Karel var falið að sækja um styrk til fjárlaganefndar alþingis vegna útgáfu næstu bókar og taka saman skilagrein handa nefndinni vegna útgáfu síðustu bókar, en fjárlaganefndin styrktu útgáfu hennar.

Elínbjörg tók að sér að uppfæra nafnalista stjórnar.

Áhugi  er meðal stjórnar Eyrbyggja um að fylgja eftir hugmyndum um söguskilti við brúarenda Kolgrafafjarðar.

Hermann Jóhannesson tók að sér sölu á fjórðu bókinni og hefur henni verið vel tekið og salan gengið framar vonum.

Ný stjórn þakkaði fráfarandi stjórnarmeðlimum, Gísla Karel Halldórssyni og Elínbjörgu Kristjánsdóttur fyrir vel unnin störf. 

4.                  Næsti fundur

Ákveðið var að halda næsta fund þriðjudaginn 7.október.