4. fl kvenna er komin í úrslit á Íslandsmótinu í knattspyrnu í 7 manna liðum.

Það eru 5 lið sem komast áfram og eru það efstu liðin í hverjum riðli ásamt liðinu sem er með bestan árangur í öðru sæti. Liðin sem fara í úrslit eru Grundarfjörður, Leiknir Reykjavík, Sindri frá Höfn, Leiftur Ólafsfirði og GRV sem er sameiginlegt lið Grindavíkur , Víðis Garði og Reynis Sandgerði. Úrslitakeppnin fer fram á Ólafsfirði nú um helgina. Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og óskum við þeim til hamingju.

 

Lið 4. fl karla spilaði í gær við lið BÍ/Bolungarvík og fengu heldur slæma meðferð þar af dómara leiksins. Leiknum lauk með sigri BÍ 2-1. Mark var ranglega dæmt af liði UMFG og getur það hafa kostað okkur sæti í úrslitakeppninni.

 

 

 

 

 

 

UMFG harmar slæma dómgæslu á íslandsmótinu í sumar, við höfum séð ýmislegt mis fallegt í dómgæslunni í sumar og er eins og félög líti á þessa leiki sem eitthvert grín og að dómgæslan skipti ekki máli. UMFG hefur lagt kapp við að hafa góða dómara sem eru bæði með reynslu og tilskylda menntun að við tölum nú ekki um að hafa dómaranna eldri en keppendur. Það er alveg ljóst að KSÍ þarf að taka á dómaramálum í yngri flokkum.