50. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar var haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar í gær. Á dagskrá var m.a. ákvarðanir um gjaldskrár/álagninu vegna fjárhagsáætlunar 2005. Í ljósi minnkandi skatttekna á undanförnum misserum sér bæjarstjórn sig knúna til að hækka skattprósentu fasteignagjalda, vatnsskatts, holræsagjalda og lóðarleigu. Samþykkt var samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2005 til síðari umræðu.  

Bæjarstjórn samþykkti að fresta því að svara erindi sameiningarnefndar átaks um eflingu sveitarstjórnarstigsins til 1. febrúar 2005 í stað 1. desember 2004. Sveitarfélögin hafa skipað samstarfsnefnd sem vinnur að athugun á kostum og göllum sameiningar. Sú nefnd mun skila niðurstöðum í janúar. Tillögur tekjustofnanefndar liggja ekki fyrir en þær eru ein af meginforsendum ákvarðana um sameiningu.