Í dag eru liðin 55 ár frá því Grunnskóli Grundarfjarðar var vígður og hófst kennsla í elsta hluta skólans í kjölfarið. Kennarar og nemendur gerðu sér dagamun í tilefni af afmælinu; sungu afmælissönginn og gæddu sér á köku.