56. stjórnarfundur Eyrbyggja 2.november 2004  kl 20:00 í Lágmúla 6, í Reykjavík.

 

Viðstaddir: Orri Árnason, Bjarni Júlíusson, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Þór Pálsson, Hrafnhildur Pálsdóttir.

1.               Grundfirðingakvöld/Ársfundur

 

Fundarmenn voru lýstu yfir ánægju sinni með velheppnað ljósmyndakvöld, samhliða aðalfundi félagsins.  Ákveðið var að efla samstarf við Svein Arnórsson og Guðjón Elíasson og félaga í ljósmyndadeildinni.

 

2.               Fjármögnun félagsins

 

Ákveðið var að óska eftir stuðningi fyrirtækja í Grundarfiði, í formi kaupa á t.d. 10 bókum

 

3.               Efnisyfirlit næsta bókar

 

Drög að efnisyfirlit næstu bókar var lagt fram.  

 

4.           Efni í næstu bækur

 

Ástæða er til að skrifa um búskap í Eyrarsveit og mannlíf í sveitinni.  Saga skólaaksturs er um margt merkileg, bílar, bílstjórar, nemendur og sögur tengdar skólaakstrinum.  Gatnagerð í Grundarfirði, lagning bundins slitlags var mikið átak á sínum tíma.

 

5.               Framfaraverðlaun

 

Ákveðið var að afhenda árleg framfaraverðlaun þótt langt væri liðið á árið.  Ráðgert er að þau verði afhent 12. november næstkomandi.

 

6.               Fastir liðir í bók

 

Fjöldi hugmynda kom fram um fasta þætti sem eiga erindi í bókina. Mörg hús eru að hverfa og eru horfin.  Gaman væri að segja sögu húsanna og tengja þær íbúum þeirra. 

Tilvalið væri að skemmtilegar sögur af Grundfirðingum væru fast efni í bókinni.  Við lýsum hér með eftir slíkum sögum.

 

Fundi slitið  kl 22.00, næsti fundur er boðaður þriðjudaginn 7. des