- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 7. febrúar 2000 í Perlunni.
Fundarmenn: Elinbjörg Kristjánsdóttir, Sigurður Hallgrímsson, Halldóra Karlsdóttir, Ólafur Hjálmarsson, Hildur Mósesdóttir, Hermann Jóhannesson og Gísli Karel Halldórsson.
Rætt um stöðuna við efnisöflun og útgáfumál fyrir sumarhátíðina 2000.
1. Fermingarárgangar.
Elinbjörg er búin að slá inn öll nöfn fermingarbarna 1940-1999, að árinu 1984 undanskildu. Halldóra Karls. tók að sér að finna kennitölur þar sem þær upplýsingar vantaði. Á árabilinu 1940-1999 (án 1984) fermdust 795 börn.
2. Sigurður Hallgrímsson kom með texta að viðtali við Þorkel og Pétur Sigurðssyni frá Suður-Bár.
3. Ólafur Hjálmarsson kom með einn tjakk sem notaður var við að lyfta loftplötu Kaupfélagsins. Samþykkt að afhenda hann til varðveislu fyrir vestan á sumarhátíðinni. Ræða þarf við heimafólk um hvernig heppilegast sé að standa að afhendingunni.
4. Gísli og Hemmi sögðu frá viðræðum við útgáfuna ,,Mál og mynd” og hugmyndum þeirra um útgáfukostnað.
Gísli sagði frá samtali við Björg Ágústsdóttur sveitarstjóra um fyrirhugaða heimsókn franskra skútusiglara til Grundarfjarðar í lok júní 2000. Áform eru um að í tengslum við þá heimsókn muni Eyrarsveit gefa út bækling með sögu frönsku sjómannana í Grundarfirði. Þessi útgáfa tengist mjög því sögulega efni sem Eyrbyggjar hafa verið að safna. Gísli og Björg ræddu um hvort ekki væri rétt að samræma og vinna saman að útgáfu efnis sem Eyrbyggjar hafa verið að safna og efni sem tengist dvöl franskra sjómanna í Grundarfirði.
Stjórn Eyrbyggja fól Gísla að ræða við Björg sveitarstjóra um hvernig best væri að standa að útgáfu þessa efnis. Hugmyndir hafa áður komið fram um að gefa út hefti sem væru eins konar sögubrot eða safn til sögu Eyrarsveitar. Það efni sem stjórn Eyrbyggja hafði áður hugsað sér að gefa út í bók, mætti vel gefa út í nokkrum heftum á lengri tíma. Huga þarf strax í upphafi að stærð og útliti þessara kvera með tilliti til þess að fleiri hefti eiga eftir að koma út.
5. Fiskimið. Kominn er fyrsti texti á lýsingum á fiskimiðum frá Ella Guðjóns og Kjartani í Nýjubúð. Óli Hjálmars á von á að fá meira efni frá Ruólfi á Fagurhól. Óli mun hafa samband við Pétur Sigurjónsson og reyna að fá lýsingar á fiskimiðum frá honum.
6. Hagtölur og tölfræði. Jóhannes F. Halldórsson er að afla gagna um hagtölur. Hann á von á meira efni frá Byggðastofnun á Sauðárkróki.
7. Grein um samgöngumál á 20. öldinni frá Halldóri Finnssyni er komin.
8. Örnefnaskrárnar eru tilbúnar, en Svavar Sigmundsson forstöðumaður Örnefnastofnunar mun skrifa inngang að kaflanum.
9. Annað efni er í vinnslu og sumt langt komið, þ.e. frá Halldóri Páli Halldórssyni, Hólmfríði Gísladóttur, Jóni Böðvarssyni, Gunnari Kristjánssyni og Sigríði Pálsdóttur.
10. Heimasíða Eyrbyggja. Ólafur Hjálmarsson óskaði eftir því að á heimasíðunni gæti fólk skráð sig sem félagsmenn í Eyrbyggjum, hollvinasamtökum Grundarfjarðar. Einnig að heimasíðan yrði opnuð bráðlega almenningi.
11. Stjórnin var sammála um að nafnið Eyrbyggjar á hollvinasamtökum Grundarfjarðar væri gott og verður það borið undir næsta aðalfund.
12. Næsti fundur verður kl 20 mánudaginn 6. mars 2000 í Perlunni