Gönguferð á vegum Ferðafélags Snæfellsness. Gengið að Hrafnafossi að Svartahnjúk, þar sem enn má finna leifar af flaki herflugvélar sem fórst þarna árið 1941.

 Mæting á eigin bílum að Hrafná eða við gömlu réttina í Hrafnkelsstaðabotni kl 10:00 sunnudagsmorguninn 11. ágúst.

 Það er farið að spá björtu veðri þessa helgi og tilvalið að leggja í hann. Gengið að Hrafnafossi og upp austan við Grenjadal að Svartahnjúk, þar sem enn má finna leifar af flaki herflugvélar sem fórst þarna árið 1941. Gengið áfram upp á fjallgarð, fram hjá Hvítahnjúk og niður Hróksdal og Grundarfoss að þjóðvegi. Áhugaverð leið sem tekur 6-8 klukkutíma.

Gönguþol þarf að vera gott, góðir skór og nesti. Veður verður bjart er líða fer á daginn. Verð: 1000 kr. fyrir fullorðinn.  

Fararstjóri: Gunnar Njálsson Grundarfirði. sími: 6902764 - 4386812  netfang: gnjalsson@simnet.is

Athugið að fararstjóri verður fyrir utan Sögumiðstöðina í Grundarfirði kl. 9:00 um morguninn. Hægt er að sameinast um bílferðir inn í Kolgrafarbotn og að komast aftur þangað að sækja bíla eftir gönguna að kveldi.