Opna húsinu sem frestað var sl. sunnudag vegna veðurs verður haldið í Samkomuhúsinu laugardaginn 14. janúar Klukkan 16:00.

Allir (H)eldri borgarar velkomnir fá sér kaffisopa og spjalla

Einnig mun stjórnin opna umræður um hvað er framundan hjá Félagi eldri borgara í Grundarfjarðarbæ á  20 ára afmælisári félagsins.

Vertu hjartanlega velkominn ásamt maka þó hann sé yngri.

Félag eldri borgara í Grundarfjarðarbæ.