63. Stjórnarfundur Eyrbyggja 23. ágúst 2005 kl. 20:00 í Lágmúla 6 í Reykjavík.

Viðstaddir:  Bjarni Júlíusson,Orri Árnason, Hermann Jóhannesson, GuðlaugurÞór Pálsson, Hrafnhildur Pálsdóttir, Benedikt Gunnar Ívarsson, Ásthildur Kristjánsdóttir.

1. Bókin 6. hefti.

Rætt var um útgáfu 6. bókar í ritröðinni Fólkið, fjöllin, fjörðurinn og farið var yfir það hvað væri eftir og hvað þyrfti að gera til að koma bókinni út á næstunni.

Eftirfarandi efni er tilbúið:
Hraðfrystihúsið
Melrakkaey
Þróun hestamennsku
Ball í þinghúsinu
Grundarfjarðarvísa Ingólfur Þórarinssonar.
Manntal 194x

Eftirfarandi efni er í vinnslu:
Hrannarstígur 1-5
Fermingarmyndir 10-20-30-40 ára
Viðtal við Júlíus Gestsson
Pistill frá Bæjarstýru
Myndir úr safni Bærings
Formáli o.sfrv...


Síðasti skilafrestur á efni er 6. september.
Áætluð útg.dags er 1. október.

Hermann mun athuga hversu langan tíma þarf til að afgreiða prentun á bókinni.

2. Umsókn um styrk til ráðuneytis.
Skila þarf inn umsókninni fyrir 1. október og með henni þarf að skila uppgjöri síðasta árs (má vera óendurskoðað), einnig þarf að skila síðustu bók með auk prófarkar eða efnisyfirlits á næstu bók.  Ásthildur tók að sér að hafa samband við Gísla Karel og útbúa uppgjör sem Gísli mun skila inn.


3. Aðafundur

Ákveðið var að halda aðalfund í byrjun október tengt útgáfu bókarinnar.  Hrafnhildur mun athuga hvaða tímasetning hentar best varðandi húsnæði.


4. Önnur mál....

4.1
Benedikt kom með þá tillögu að gefa Sögumistöðinni tiltekinn fjölda bóka sem styrk til sögumiðstöðvarinnar og skal andvirði af sölu þeirra renna óskipt til sögumiðstöðvarinnar.  Ákveðið var að gefa Sögumiðstöðinni 10 stk af hverri bók, að undanskildri bók 1 sem ekki fæst lengur.  Ásthildur mun útfæra þessar gjörðir í bókhaldi félagsins.

4.2
Upplag bókarinnar

Í upphafi árs var rætt um að prenta bara 700 bækur.  Bjarni tók fram að hann teldi skynsamlegt að prenta 1000 bækur eins og venjulega.  Benedikt kom með þá tillögu að prenta 800 bækur.
 
Naumur meirihluti fundarmanna þvingaði fram samþykki fyrir því að gefa einungis út 700 bækur.

BÓKUN:  Formaður lagði fram varnaðarorð og minnti á það hversu tíminn er fljótur að líða og vísar til þeirra afleiðinga er skortur á bók nr. 1 hefur haft fram til þessa.

Gulli tók fram að takmarkað upplag samræmist fullkomlega staðardagsrá 21 og Green Globe vottunum Grundarfjarðarbæjar þar sem smærra upplag sem liggur á lager í mörg ár sparar tré.


4.3
Hugmynd sem Hermann heyrði í sumar.

Hvernig er hægt að búa til félagaskrá þannig að til verði styrktarfélagar sem greiða árgjald og fá í staðinn bókina senda og/eða afslátt af bókinni ásamt miða á sýningu í sögumiðstöðinni.

Vel var tekið í þessa hugmynd en líklega þarf að kynna og samþykkja þessa hugmynd á Aðalfundi.

Ákveðið var að formaður skyldi setja á laggirnar nefnd er gera skal tillögur að frekari útfærslu þessarar hugmyndar og skal nefndin skila af sér eigi síðar en 17. september.

4.4
Ný stjórn

Bjarni skilaði inn uppsögn er taka mun gildi strax að loknum aðalfundi.

Hrafnhildur skilaði einnig inn uppsögn er taka mun gildi strax að loknum aðalfundi.

Gulli samþykkti með semingi að sitja áfram sem meðstjórnandi ef ómögulegt reynist að finna jafn hæfan einstaklinga hann.

4.5
Fulltrúaráð / Lávarðadeildin

Bjarni lagði til að sniðugt væri að setja á laggirnar fulltrúaráð sem er skipað fyrrverandi stjórnarmönnum og er stjórninni til halds og trausts. 

Ræða skal þetta frekar á næsta fundi....

4.6
Lög félagsins...

Athuga þarf hvort gera þurfi breytingar á lögum félagsins og var samþykkt að fara yfir lög félagsins á næsta stjórnarfundi.

5. næsti fundur...

Bjarni laggði til að halda næsta fund hálfum mánuði fyrir aðalfund.  Hermann brást óvkæða við og lagði til að halda fundinn á reglulegum mánaðartíma eins og áður þ.e. fyrsta þriðjudag september mánaðar. 

Einnig þarf stjórn að hittast ca. viku fyrir aðalfund.

5.1   Benni leggur til að fundarmenn skiptist á um að koma með meðlæti með kaffinu.

Samþykkt var að Benni skyldi koma með kökur á næsta fund.