Fundur hjá Eyrbyggjum 6. sept. 2005 kl 20

Fundurinn var haldinn að Dalvegi 4 hjá Gulla í Frostmarki.

Mættir voru: Gulli, Ásthildur og Hemmi.

Dagskrá: 

1. Útkoma bókarinna "Fólkið, fjöllin, fjörðurinn".

1

Rætt var um útkomu bókarinnar og hvaða efni er komið og hvaða efni vantar. Staðan er þannig að 150 bls eru klárar hjá útgefanda og u.þ.b. 50 bls eiga að skila sér í þessari viku. Þessar greinar eru Hestamannafélagið frá Gunnari Kristjánssyni ca 10 bls., myndir úr Sögumiðstöðinni frá Inga Hans 20 bls,. Pistill frá bæjarstjóra ca 15 bls., formálinn frá formanni ásamt texta framan og aftan á bókakápuna. 

 

Aðrar greinar verða ekki í þessari bók þar sem ekki er reiknað með að þær verði tilbúnar fyrir vikulok.

 

Stefnt verður að því að hafa útprentaðar greinarnar úr bókinni til yfirlestrar á næsta fundi sem verður þriðjudaginn 13. september.

 

Rætt var um hvernig staðið yrði að sölu bólarinnar.

 

2.

Önnur mál voru aukin samskipti við Eyrbyggja o.m.fl. en ákveðið var að geyma þau mál til næsta fundar að ósk Gulla.

 

Ákveðið var að bíla ekki lengur eftir Benna og var fundi slitið kl 22.00