65. Stjórnarfundur Eyrbyggja 8. nóvember 2005 kl.17:00 í Lágmúla 6 í Reykjvaík.

Viðstaddir:  Bjarni Júlíusson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson og Benedikt Gunnar Ívarsson.

1. Rætt var um dagskrá aðalfundar.

Bjarni Júlíusson lagði til að dagskráin yrði í samræmi við ákvæði þau er bundin eru í samþykktum félagsins.

     1.   Stjórn   samtakanna   gefur  skýrslu  um  starfsemi  félagsins  á síðastliðnu ári. 
     2. Reikningar lagðir fram til afgreiðslu. 
     3. Tekin ákvörðun um tillögur til lagabreytinga. 
     4. Ályktanir aðalfundar afgreiddar. 
     5. Stjórnarkjör og kjör tveggja skoðunarmanna reikninga. 
     6. Önnur mál.

2. Lagabreytingar

 

Bjarni Júlíusson lagði til og samþykkt var að eftirfarandi lagabreytingar yrðu lagðar fyrir aðalfund af stjórn:

 

a) 

 

"4. gr. - Stjórn samtakanna skipa sjö menn er skulu kosnir úr hópi félagsmanna til tveggja ára í senn, en þó skal kosið um þrjá stjórnarmenn á hverju ári.  Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.  engum er heimilt að sitja samfellt í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil, þe. 6 ár.  Tvo skoðunarmenn reikninga skal kjósa árlega."

 

verður

 

"4. gr. - Stjórn samtakanna skipa sjö menn er skulu kosnir úr hópi félagsmanna til tveggja ára í senn, en þó skal kosið um þrjá stjórnarmenn, varamann og formann á hverju ári.  Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.  Tvo skoðunarmenn skal kjósa árlega."

 

b)

 

"7. gr. - Aðalfund skal halda fyrir lok ágústmánaðar ár hvert.  Takist ekki að ljúka aðalfundarstörfum á einum fundi, skal boða til framhaldsaðalfundar."

 

verður

 

"7. gr. - Aðalfund skal halda fyrir lok febrúarmánaðar ár hvert.  Takist ekki að ljúka aðalfundarstörfum á einum fundi, skal boða til framhaldsaðalfundar."

 

Gera þarf sérstaka samþykkt á aðalfundinum þar sem kveðið er á um að ekki skuli kjósa til stjórnar á aðalfundi 2006.

 

3. Fundarstjóri á aðalfundi

 

Ákveðið var að athuga hvort Gísli Karel gæti tekið að sér að vera fundarstjóri á næsta aðalfundi.

 

4. Fundarstaður og tími aðalfundar

 

Staðfest var að staður og tímsetning aðalfundar skuli vera fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20:00 að Klassík sport (Herdísarbar) í Ármúla.  Ræða þarf við Herdísi varðandi tímasetningu og hvort nettenging sé á staðnum.

 

5. Auglýsingar og kynning aðalfundar

 

Ásthildur mun tók að sér að setja auglýsingu í Þey ásamt dagskrá og kynningu á lagabreytingum.

 

6. Næsta stjórn

 

Rætt var um góða kandídata til stjórnar þar sem ljóst er að 3 stjórnarmenn munu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.

 

7. Myndir / myndasýning á aðalfundi

 

Benedikt tók að sér að útvega skjávarpa fyrir aðalfundinn.

 

8. Útgáfumál

 

 Bókin er í prentun í finnlandi, verður lokið 20. nóv. Kemur væntanlega til landsins um mánaðarmótin.

9. Styrktarfélagar

 

Benedikt bara upp tillögu um að hægt væri að hafa styrktarfélaga í félaginu sem í stað árgjalds fengu bókina árlega o.fl.

 

Ákveðið var að móta þessa hugmynd betur fyrir næsta aðalfund.

 

10. Dreifing og sala

 

Benedikt kom með þá hugmynd að gefa eintök af bókinni til skólabókasafna. Fá jafnvel styrktaraðila til að greiða grunnkostnaðinn.

 

Spurning um að láta UMFG eða Lions selja bókina í Grundarfirði. 

 

Ákveðið var að ræða við félagasamtök í Grundarfirði um að ganga í hus og Hrannarbúðin hafi eintök til sölu ásamt sögumiðstöðinni.  Hermann tala við Guðmund Jónsson varðandi UMFG. Ræða svo við Lion ef ekki næst samkomulag við UMFG.

 

11. Eldri eintök

 

Benedikt bauðst til að taka rafræn eintök bókanna og afrit ásamt því að setja þau í bankahólf.  Síðan gerði Benedikt það að tillögu sinni að aðgangur yrðir gefinn að rafrænni útgáfu af fyrstu bókinni við gott tækifæri þar sem bókin er ekki fáanleg lengur.

12. Hollvinasamtökin og Sögumiðstöðin

 

Hermann velti upp spurningu um hvort hægt sé að blanda betur saman hollvinasamtökunum og sögumiðstöðinni.

Ákveðið að Benedikt athugar hvað hægt er að gera varðandi heimasíður þessara aðila.

13. Næsta bók.

Rætt var um næstu bók.  Ákveðið var að stefna að útgáfu næstu bókar í júlí 2006.  Eftirfarndi hugmyndir að efnisyfirliti næstu bókar kom fram:

- Myndir.
- Annáll bæjarstjóra.
- Fermingarárgangar
- Manntöl
- Bjarni á Berserskeyri (grein um hann).
      Hermann:  Hefur mjög oft heyrt um að fá einhvern til að skrifa um Bjarna og greinilega mikil eftirspurn eftir þessu efni.
- Saga hússins.
- Álfasögur.
- Kosningar í Grundarfirði.
- Góðir Grundfirðingar.
- Bernskubrek.
- Krakkar skrifa sögur.
- Júlíus Gestsson.
- Glefsur úr fundargerðum bæjarstjórnar.


Vinna þarf með höfundabanka þar sem er listi yfir mögulegar greinar og höfunda.


Ákveðið var að ritari (Benedikt) setji upp hugmyndir og greinalista í skemað sem hingað til hefur verið notað.

 

Fundi slitið 18:25, næsti fundur verður aðalfundur þ. 17. nóv. 20:00.