Kirkjufell, 4. október 2020.
Kirkjufell, 4. október 2020.

Góðar fréttir úr Grundarfirði eru þær að engin ný smit hafa greinst síðan þrjú smit greindust um miðja síðustu viku.  Á þriðja tug sýna hafa verið tekin og greind síðan í lok síðustu viku. Það fækkar þar af leiðandi í sóttkví en fjórir eru nú í sóttkví í Grundarfirði. 

Á Vesturlandi er einungis eitt nýtt smit, sem greindist á Akranesi í gær.  Það fækkar í einangrun í Stykkishólmi og enginn er lengur í sóttkví þar.  

Miklar sviptingar hafa verið í sóttvarnarmálum síðustu daga, einkum sem tengjast ráðstöfunum vegna mikilla smita á höfuðborgarsvæðinu. Hjá stofnunum Grundarfjarðarbæjar er fylgst vel með þróuninni og nýjum reglum og leiðbeiningum. Frekari ráðstafanir síðustu daga ná m.a. til tónlistarskóla í næstu viku. Meira um það síðar.