73. Stjórnarfundur Eyrbyggja 13. júní 2006 kl. 20:00 í landbúnaðarráðuneytinu.

Viðstaddir:  Hermann Jóhannesson,  Guðlaugur Pálsson, Ásthildur Kristjánsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Atli Már Ingólfsson.

Dagskrá:

1. Efni bókar og leiðréttingar

2. Útkoma bókar

3. Önnur mál.

1. Efni bókar og leiðréttingar

Farið var yfir efni bókar og leiðréttingar gerðar.  Hermann var með athugasemdarblað sem hann fór yfir og bar undir fundarmenn.

2. Útkoma bókar 

Rætt var um hugsanlegar breytingar á útkomu bókar með stofnun ritnefndar.

3. Önnur mál

3.1 Sala bókar

Ákveðið hefur verið að sala næstu bókar verði

a) í sölutjaldi á Grundarfjarðardögum.  Áskrifendalisti á að vera til staðar í tjaldinu.

b) Eftir Grf.daga fer bókin í bókabúðina og í Sögumiðstöðina.  Einnig er ætlunin að gera samning við fermingarbörn eða unglingastarfið hjá UMFG um sölu hús úr húsi.

Fundi slitið kl. 21:40