78. Stjórnarfundur Eyrbyggja 14. nóvember 2006 kl. 20:00 að Dalvegi í Kópavogi.

Viðstaddir: Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Benedikt Gunnar Ívarsson og Atli Már Ingólfsson.

Dagsrká:

1. Fundurinn í Grundarfirði, skýrsla formanns.

2. Eyrbyggjar eignast sendiherra

3. Útsendingar á sjöundu bókinni.

4. Efnisöflun í bók 8.

5. Önnur mál.

1. Fundurinn í Grundarfirði, skýrsla formanns

Hermann gerði grein fyrir fundinum sem haldinn var í Grundarfirði þann 8. nóvember sl. með heimamönnum er varðaði samvinnu við heimamenn.

Á þessum fundi var lagt til að sett yrði á laggirnar samstarfsnefnd/ritnefnd sem skipuð verði 5 aðilum.  Stjórn Eyrbyggja, sögumiðstöðin, fræðslu- og menningarmálanefnd, félag eldri borgara og bæjarstjóri tilnefni hvert um sig einn fulltrúa í þessa nefndina.

2. Eyrbyggjar eignast sendiherra

Hermann lagði til að fá Runólf Guðmundsson til að verða fulltrúa Eyrbyggja í samstarfsnefndinni fyrir vestan.  Rætt hefur verið við Runólf og hann féllst á að taka að sér hlutverkið.

 

Tillagan var samþykkt einróma.

3. Útsendingar á sjöundu bókinni.

Hermann tjáði stjórninni að Grundarfjarðarbær hafi samþykkt að senda út fyrir okkur 7. bókina.

Samþykkt var einróma að flýta skuli verkina eins og kostur er og klára útsendingar fyrir lok nóvember.

4. Efnisöflun í bók 8.

Uppkast af efnisyfriliti 8. bókar var lagt fram og um það fjallað.

5. Önnur mál

Rætt var um væntanlegan aðalfund sem haldinn verður fyrir lok febrúar 2007.  Engar ákvarðanir voru þó teknar varðandi fundinn.