79. Stjórnarfundur Eyrbyggja 5. desember 2006 kl. 20:00 að Dalvegi í Kópavogi.

Viðstaddir: Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson og Ásthildur Kristjánsdóttir.

Dagsrká:

1. Útsending á bók 7.

2. Styrkir.

3. Ritnefnd Eyrbyggja.

4. Efnisöflun í bók 8.

5. Önnur mál.

1. Útsending á bók 7.

Formaður upplýsti að bók 7 sé loksins farin í póst til burtfluttra Grundfirðinga sem greiddu bók 6.  Eins og áður hefur komið fram þá voru 450 af burtfluttum Grundfirðingum, 25 ár aog eldri, send bók no 6 og greiddu 212 bókin.  Það þessum aðilum send bók nr. 7 ásamt nokkrum til viðbótar.  Það voru sendar út 250 bækur.  KB banki og Grundarfjarðarbær sáu um vinnu og kostnað við útsendingua og eru Eyrbyggjar mjög þakklátir og ánægðir með þetta samstarf.

2. Styrkir

Gjaldkeri Eyrbyggja, Ásthildur, var spurð um styrk frá Menntamálanefnd Alþingis og hefur ekkert komið frá nefndinni, en Eyrbyggjar vonast til að fá styrk þaðan.

Síðan var rætt um hvort ekki ætti að sækja um styrk til Menningarráðs Vesturlands og voru fundarmenn sammála um að biðja gjaldkera að gera það

3. Ritnefnd Eyrbyggja

Rætt var um samskipti við ritnefnd Eyrbyggja sem “verið er að koma á legg“  fyrir vestan. En okkar maður í henni er Runólfur Guðmundsson

4. Efnisöflun í bók 8.

Ræddar voru nokkrar nýjar hugmyndir um efni í komandi bók.  Þó nokkrar hugmyndir eru þegar komnar en það þarf að fá aðstoð að vestan við að skrá og fylgja eftir efnisöfluni, til þess var ritnefnd Eyrbyggja hugsuð.

5. Önnur mál

Ákveðið var að boða alla þá sem hafa verið í stjórn Eyrbyggja á næsta stjórnarfund Eyrbyggja sem verður í janúar.

Síðan var þó nokkur umræða um stjórnarmenn í næstu stjórn.  Það þarf ræða hvernig við getum mannað nýja stjórn. Allir voru sammála um að reyna endur- nýja nokkra stjórnarmenn. Spurningin hverja?

Fundi slitið kl. 21:21