8. stjórnarfundur Eyrbyggja í Perlunni 3. apríl 2000.

Viðstaddir: Elinbjörg Kristjánsdóttir, Hildur Mósesdóttir,  Halldóra Karlsdóttir, Hermann Jóhannesson, Ólafur Hjálmarsson, Sigurður Hallgrímsson,   Gísli Karel Halldórsson

 1. Hildur, Gísli og Hermann heimsóttu Freyju Bergsveinsdóttur grafískan hönnuð 14. mars 2000. Freyja  er reiðubúin til að hanna fyrir okkur kápu og ,,layout” á árbókina. Einnig ætlar hún að koma með tillögu að merki fyrir Eyrbyggja.


2. Gísli átti símafund með sögunefnd Eyrarsveitar þann 15. mars 2000. Á fundinum voru fyrir vestan Gunnar Kristjánsson, Ólafur Guðmundsson og Sigríði Finsen  ásamt Björgu Ágústsdóttur sveitarstjóra. Ákveðið að Eyrbyggjar og sögunefndin standi saman að útgáfu árbókarinnar. Ákveðið að það efni sem verði í fyrsta heftinu byggist á þeim greinum sem Eyrbyggjar hafa verið með í vinnslu. Fundað verður næst með sögunefndinni í Grundarfirði 15. apríl.


3. Fyrir liggur tilboð frá útgáfunni ,,Mál og mynd” um útgáfu á árbókinni. Tilboðið er þannig: Ritstjórn, innsláttur texta, skönnun mynda, prófarkalestur, umbrot og umsjón með prentun: kr 300.000. Prentun og bókband (500 bækur með mjúkri kápu): kr. 300.000. Alls 600.000 kr auk virðisaukaskatts. Stjórn Eyrbyggja var sammála um að tilboðið væri aðgengilegt og ákveðið að samþykkja það.

4. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur leggur til tvær greinar í árbókina. Önnur um Öndverðareyri og hin um Grundarfjarðarkaupstað hinn forna.

5. Björg Ágústsdóttir hefur tekið vel í að skrifa annál Eyrarsveitar 1999 til birtingar í árbókinni.

6. Fiskimið. Guðjón Elísson er að vinna í að koma lýsingum á fiskimiðum inn á kort. Hann hefur nú þegar sent okkur um 20 kort með fiskimiðum. Kortin með lýsingunum er gott efni til birtingar í árbókinni. Velja þarf úr efni til birtingar. 

7. Örnefni við þéttbýlið. Sigurður Lárusson hefur tekið að sér að skrá örnefni í Grafarlandi og við þéttbýlið í Grundarfirði. Skráningin er í vinnslu.

8. Sigurður Hallgrímsson gerði grein fyrir viðræðum við Jens Hallgrímsson kennara, um að Jens taki að sér að taka saman efni um skólahald og kennaratal í Eyrarsveit á 20. öldinni. Jens er mjög fús til að skrifa um þetta efni. Jens hættir kennslu vorið 2000, og fer á eftirlaun, og mun í beinu framhaldi af því byrja að skrifa um skólahaldið í Eyrarsveit.

9. Hermann viðraði þá skoðun að í árbókinni ætti í framtíðinni að gefa út skipstjóratal og prenta þær myndir sem hanga uppi í vigtaskúrnum.

10. Fermingarárgangar. Elinbjörg gerði grein fyrir því að enn vantaði árgang 1984. Hún þyrfti að fá hann sem fyrst til að ljúka verkinu. Hún sagðist fara til útlanda eftir tvær vikur, og vildi vera búin að ljúka allri skráningu áður en hún færi.

11. Rit UMFG 1933-1942. Ásmundur Jóhannsson færði Eyrbyggjum ljósrit af blaðinu Dagsbrún sem Ungmennafélagið gaf út 1933-1942. Blaðið var handskrifað og var látið ganga milli bæja. 

12. Gísli sagði frá viðræðum við Landmælingar Íslands um að færa örnefni úr Eyrarsveit inn á kort og loftmyndir. Gera þarf samkomulag við Landmælingar um að þær leggi til kort og loftmyndir. Skipuleggja þarf vinnu með staðkunnugum við að færa örnefnin inn. Hér er um verkefni að ræða sem vinnst á löngum tíma. 

13. Hermann sýndi samantekt sem hann hafði unnið upp úr manntölum í Eyrarsveit. Hann hefur tekið saman manntöl fyrir 1901,1910 og 1930. Hermann hyggst taka einnig manntalið fyrir 1910.

14. Óskað var eftir því að í árbókinni yrðu birtar gamlar myndir af Grundarfirði með merkingum og nöfnum á húsum.

15. Næsti fundur í Perlunni mánudaginn 8. maí kl 20.