80. Stjórnarfundur Eyrbyggja 11. janúar 2007 kl. 20:00 að Dalvegi í Kópavogi.

viðstaddir: Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Benedikt Gunnar Ívarsson.

Dagskrá:

1. Ritnefnd Eyrbyggja

2. Sala á bókum 6 og 7

3. Efnisöflun í bók 8

4. Aðalfundur 2007

5. Önnur mál.

 

 

1. Ritnefnd Eyrbyggja

Rætt var um höfnun á styrk til félagsins frá bæjarfélaginu.

Fram kom að þ. 10.11.2007 sendi bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar bréf til Eyrbyggja þar sem fram kom að bæjarstjórn hefði samþykkt að annast útsendingu bókarinnar (nr. 7) og greiða kostnað við það.

Skv. þessu virðist því ljóst að þó svo að félagið fái ekki formlegan og beinan styrk frá bæjarfélaginu, þá njóti það engu að síður velvildar og stuðnings í því formi sem að framan greinir.

2. Sala á bókum 6 og 7

Sala á bókunum hefur gengið mjög vel og ljóst er að myndast hefur dágóður hópur sem við viljum leyfa okkur að líta á sem áskrifendur.  Rætt var um sölufyrirkomulagið og fram kom að æskilegt er að senda bókina út til áskrifenda strax eftir prentun og áður en hún fer í almenna sölu.

3. Efnisöflun í bók 8.

Rætt var lauslega um efnisöflun í bók 8 en ákveðið var að halda áfram núverandi verkefnum fram að næsta stjórnarfundi.

4. Aðalfundur 2007.

Rætt var um og viðraðar voru hugmyndir varðandi mögulega stjórnarmenn í næstu stjórn.  Guðlaugur hefur lýst yfir vilja til að hætta í bili en reiknað er með að aðrir stjórnarmenn muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.

Samþykkt var að halda aðalfundinn í lok febrúar og stjórnarmönnum var falið að hefja undirbúning þess.

5. Önnur mál

Ákveðið var að fara þess á leit við Gísla Karel að hann taki að sér hlutverk upplýsingafulltrúa félagsins sem hafi það hlutverk að senda út fundargerðir og tilkynningar á póstlista félagsins.

Fundi slitið kl. 09:45