- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Fiskifélag Íslands gerir út skólaskipið Dröfn og býður nemendum í elstu bekkjum grunnskóla landsins í sjóferð árlega. Fimmtudaginn 14. febrúar, var 9. bekkingum boðið á sjóinn. Bekknum var skipt í tvo hópa og fór fyrri hópurinn kl. 9:00 en sá síðari átti að fara kl. 12:00. Veður setti þó eitthvað strik í reikninginn hjá seinni hópnum. Kennararnir María Ósk Ólafsdóttir og Óskar Sigurðsson höfðu umsjón með þessum ferðum.
Skólinn lítur á þetta boð Fiskifélagsins sem kærkomna viðbót við þá fræðslu sem nemendur fá í skólanum og skemmtilega tilbreytingu. Vonandi höfðu allir gagn og gaman af þessu.
Byggt á frétt á heimasíðu Grunnskóla Grundarfjarðar.
Myndir frá ferðunum má sjá á slóðinni: http://skoli.grundarfjordur.is/gallery/main.php?g2_itemId=597