- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Stjórnarfundur Eyrbyggja í Perlunni 8. maí 2000.
Viðstaddir: Elinbjörg Kristjánsdóttir , Hildur Mósesdóttir, Halldóra Karlsdóttir, Hermann Jóhannesson, Ásthildur Kristjánsdóttir, Sigurður Hallgrímsson, Gísli Karel Halldórsson.
1. Ásthildur var boðin velkomin á stjórnarfundinn en hún er reiðubúin til að aðstoða við að koma bókinni í gegnum prentunina og að markaðssetja bókina
2. Gísli sýndi tillögur Freyju Bergsveinsdóttur að merki Eyrbyggja. Stjórnin var mjög ánægð með tillögurnar. Einnig var sýnd hugmynd Freyju að útliti (,,layout”) bókarinnar. Fram kom sú skoðun að bleiki liturinn væri á kápu bókarinnar væri of sterkur. Ræða þarf nánar við Freyju um málið..
3. Farið var yfir efnisyfirlit bókarinnar. Eftir er að fullvinna hluta efnisins og allt efnið þarf að lesa yfir með tilliti til málfars.
3.1. Jón Böðvarsson. Landkostir við Eyri og Eyrbyggja. (Er í vinnslu)
3.2. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur. Öndverðareyri.
3.3. Halldór Finnsson. Samgöngumál á 20. öldinni.
3.4. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur. Grundarfjarðarkaupstaður hinn forni.
3.5. Sigríður Pálsdóttir. Þinghúsið og Brunnhúsið.
3.6. Hólmfríður Gísladóttir. Stúlkan af Nesinu og strákarnir fyrir vestan. Um Guðríði Hannesdóttur, f:1783, formóður fjölda Eyrsveitunga
3.7. Halldór Páll Halldórsson. Fyrsti bíllinn í Grundarfjörð.
3.8. Njáll Gunnarsson. Að lyfta lofti. Þegar efri hæð Kaupfélagsins var lyft.
3.9. Sigurður Hallgrímsson. Rætt við Þorkel og Pétur Sigurðssyni frá Suður-Bár um búskap í Eyrarsveit í kringum 1920.
3.10. Jóhannes F. Halldórsson. Hagtölur og tölfræðilegar upplýsingar um Grundarfjörð. (er í vinnslu)
3.11. Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri. Annáll Eyrarsveitar 1999. (Er í vinnslu)
3.12. Elís Guðjónsson, Guðjón Elísson og Ólafur Hjálmarsson. Gömul fiskimið og siglingaleiðir. Lýsingar og kort. Valin verða sýnishorn af þessu efni.
3.13. Sigurður Lárusson. Örnefni við þéttbýlið í Grundarfirði. (þetta efni er í vinnslu)
3.14. Hannes Finnbogason. Skynlausar skepnur. Frásögn Valdimars Jóhannssonar frá Kljá.
3.15. Fermingarárgangar 1935-1999.
3.16. Tillögur að samþykktum Eyrbyggja
3.17. Nokkrar gamlar myndir frá 1906 og 1943.
3.18. Manntöl í Eyrarsveit 1901, 1910, 1920 og 1930.
3.19. Örnefnaskrá. Örnefnaskráin er um 186 vélritaðar bls. Til greina kemur að velja úr nokkra bæi til uppfyllingar í ,,rétta sstærð"”af hefti.
4. Rætt var um dreifingu, sölu og fjármögnun á bókinni. Hildur og Ásthildur munu stilla upp áætlun að dreifingu, söfnun styrktaraðila og fjármögnun útgáfunnar og fylgja þeirri áætlun eftir.
5. Gísli, Hildur og Freyja Bergsveinsdóttir munu fara saman til útgáfunnar ,,Mál og mynd” næsta mánudag (þ.e. 15. maí) og afhenda á tölvutæku formi efnið til vinnslu í prentsmiðjuna.
6. Næsti fundur í Perlunni mánudaginn 5. júní kl 20.