Tilkynning frá UMFG:

Þann 10. Júlí á okkar ástkæra félag 90 ára afmæli, í tilefni þess verður opið hús í Samkomuhúsinu okkar góða klukkan 16:00 að staðartíma, er það einlæg ósk okkar að sjá sem flesta velunnara félagsins.

Einnig erum við að leitast eftir gömlum myndum og munum sem þið gætuð lumað á, þá helst liðsmyndir eða hópmyndir frá liðinni tíð sem tengjast félaginu. Ef ömmur og afar luma á myndum en eru ekki á Facebook, þá meigiði endilega nefna þetta við þau.


Það má senda okkur skannaðar myndir eða hreinlega taka mynd af mynd og senda okkur á netfangið umfgrund@gmail.com

Þúsund þakkir og látum orðið berast

- Stjórn UMFG