Í síðasta mánuði var landað 966 tonnum af fiski í  Grundarfjarðarhöfn.  Landað var 258 tonnum af þorski, 123 tonnum af ýsu, 134 tonnum af gullkarfa, 50 tonnum af ufsa og 275 tonn fóru í gáma til útflutnings.  Gámafiskurinn er ekki sundurliðaður. 

Afli í einstökum tegundum, þ.e. þorsk og gámafisk  er mjög áþekkur því sem var á sama tíma í fyrra, en hörpudiskurinn hefur alveg horfið.  Hörpudiskaaflinn var 286 tonn í sept í fyrra, en enginn núna.  Ýsuaflinn er þriðjungi minni en á sama tíma í fyrra, en aflinn í gullkarfa nærri tvöfaldast.  Hafin er veiði og vinnsla á beitukóng í Grundarfirði og var landað samtals 63 tonnum af beitukóng í september.

 

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn sept 2002 og sept 2003

 

 

 Sept 2002

Sept 2003

 

Þorskur

kg

253.971

258.040

 

Ýsa

kg

178.452

122.794

 

Gullkarfi

kg

77.845

134.394

 

Steinbítur

kg

40.135

25.717

 

 Ufsi

kg

50.490

49.599

 

Gámafiskur      

kg

240.913

274.657

Óflokkað

Hörpudiskur  

kg

286.163

0

 

Beitukóngur  

kg

0

62.680

 

Rækja

kg

371.155

353

í sept 2002 var landað frosinni rækju

Aðrar teg

kg

20.932

37.291

 

Samtals

kg

1.520.056

965.525