Ég elska þig stormur

Við byrjum hátíðina að þessu sinni með fyrirlestrinum Ég elska þig stormur. Þar mun Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur frá veðurstofu Íslands tala um vind og áhrif landslags á vindinn. Eru til einhverjar fyrirbyggjandi aðferðir sem gætu virkað í Grundarfirði? Þessari spurningu og mörgum fleiri mun Guðrún Nína svara í Bæringsstofu miðvikudagskvöldið 6. nóvember kl 20.00. Það verður heitt á könnunni og frítt inn á fyrirlesturinn.