- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Tónlist mun leika stórt hlutverk á bæjarhátíðinni Á góðri stund í Grundarfirði. Söngsveitin Sex í Sveit verður með útgáfutónleika þar sem piltarnir flytja lög af nýja geisladisknum sínum Synir þjóðarinnar. Sylvía og Máni, grundfirsk ungmenni, halda tónleika í kirkjunni, en þau hafa fyrir löngu unnið hug og hjörtu Grundfirðinga með tónlist sinni.
Friðrik Vignir Stefánsson tónlistarskólastjóri og kórstjóri er einn færasti organisti landsins. Hann mun hefja hátíðina í ár með tónleikum í Grundarfjarðarkirkju á fimmtudagskvöldinu. Allt er þetta heimafólk. Og að sjálfsögðu margt fleira, eins og t.d. söngvarar af yngri kynslóðinni.... fylgist með!