Bæjarhátíðin „Á góðri stund“ fór fram um liðna helgi, dagana 25.–28. júlí.

Að loknum hverfaskreytingum á fimmtudegi bauð Samkaup bæjarbúum og bestum til grillveislu í hátíðartjaldi. Að loknu grilli steig Sólmundur Hólm á svið og fór með uppistand. KK og Maggi Eiríks fylgdu svo í kjölfarið. Það má samt segja að stjörnur kvöldsins hafi verið þær Gréta Sigurðardóttir og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir. Þær sungu nokkur lög og spiluðu á gítar við mikla hrifningu áhorfenda.

 

 

Veðrið lék við gesti alla helgina. Opna Soffamótið fór fram á Bárarvelli og keppt var í körfubolta. Segja má að hápunktur föstudagsins hafi verið froðugaman sem boðið var uppá á Kirkjutúninu. Börn og fullorðnir skemmtu sér sem aldrei fyrr á froðufylltum dúk. UMFG og Magni frá Grenivík kepptu í fótblota og fór leikurinn 1 -1. Kvöldinu var svo rúllað upp með balli í hátíðartjaldi þar sem að Gunnar Þórðarson og Gullvagninn léku fyrir dansi.

 

Á laugardeginum var þétt og skemmtileg dagskrá á hátíðarsvæðinu. Þar voru ýmis atriði á sviðinu og má þar meðal annars nefna Zúmbadans, hljómsveitina Polaroid og sýningu danssmiðjunnar. Víkingafélagið Glæsir bauð upp á Víkingaskóla. Hinar glæsilegu hverfaskrúðgöngur voru á sínum stað og skemmtu hverfin hvert öðru á sviðinu. Hljómsveitin Polaroid steig svo aftir á stokk og hélt vel heppnað og skemmtilegt bryggjuball. Ingó og Veðurguðirnir spiluðu svo fyrir dansi í hátíðartjaldi.

 

Hátíðin fór í alla staði vel fram og er það ekki síst góðu skipulagi og starfsfólki að þakka.