Það styttist í hátíðina "Á góðri stund í Grundarfirði". Undirbúningur er kominn í fullan gang og mikil spenna og tilhlökkun ríkir meðal íbúa!

Kalli Bjarni, Idol stjarna Íslendinga og Grundfirðingur verður í Grundarfirði á hátíðinni

Hann mun taka lagið í grillveislu sem veitingahúsið Kaffi 59 býður til á föstudaginn og gefa eiginhandaráritanir. Kalli Bjarni og hljómsveitin Von verða svo með stórdansleik í Samkomuhúsi Grundarfjarðar á laugardagskvöldið.

Kalli Bjarni bjó í Grundarfirði um 10 ára skeið og því við hæfi að kalla hann Grundfirðing!