Kl. 16.00

Hin árlega hátíðargrillveisla við matvöruverslunina Samkaup strax. Götuleikhús skemmtir í leik, tali og tónum.

Kl. 18.00

Útgáfutónleikar Sex í sveit í Krákunni. Flutt verða lög af nýjum geisladiski sveitarinnar Synir þessarar þjóðar. Aðgangseyrir 1.000 kr.

Kl. 20.00

Tónleikar Mána og Sylvíu í Grundarfjarðarkirkju. Þau hafa fyrir löngu skipað sér sess í tónlistarsögu Grundfirðinga.

Kl. 20.00

Grundfirska unglingahljómsveitin Dúndur spilar fyrir alla aldurshópa í Félagsmiðstöðinni Eden.

Kl. 21.00

Kvöldvaka við brennu á Grundarkampi. Götuleikhús og óvæntir eldhugar.

Kl. 22.00

Rauðir fiskar spila í Krákunni. Aðgangseyrir 1.000 kr.

Kl. 23.00

Sálin hans Jóns míns leikur fyrir dansi fram eftir nóttu í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Aðgangseyrir 2.500 kr.

Ath. aldurstakmark 18 ár.

Kl. 23.30

Hljómsveitin Dúndur spilar í Félagsmiðstöðinni Eden. Aldurstakmark 16 ár. Aðgangseyrir 400 kr.

Notkun vímuefna er með öllu óheimil á tónleikunum.

Kl. 24.00

Dansleikur á Kaffi 59. Hljómsveitin Úlrik heldur uppi stemmningu langt fram eftir nóttu. Aðgangseyrir 1.000 kr.

Kl. 24.00

Hin stórskemmtilega hljómsveit Gilitrutt spilar í Krákunni. Aðgangur ókeypis.