Hverfin í öllum sínum skrúða

Elleftu bæjarhátíð Grundarfjarðar er nú lokið. Mikill mannfjöldi var samankomin í bænum til að eiga skemmtilegar stundir saman um helgina og var hver einasti grasblettur nýttur í bænum. Vikuna fyrir hátíðina leit ekki vel út með veður en það rættist heldur betur úr því því veðurblíðan var með eindæmum.

Það var boðið upp á fjölbreytilega dagskrá og gátu allir fundið eitthvað sér til hæfis og var mikil þáttaka í öllum dagskrárliðum.

Allt fór mjög vel fram og sköpuðust lítil eða engin vandamál.