Félag atvinnulifsins í Grundarfirði (FAG) er nú að hefja undirbúning að hátíðinni okkar og sem fyrr er stefnt að metnaðarfullri, menningarlegri og skemmtilegri dagskrá.

 

FAG óskar eftir góðum hugmyndum frá bæjarbúum um einstaka dagskrárliði og almennum atríðum sem þeir óska eftir að tekið verði tillit til við skipulagningu hátíðarinnar. Jafnframt er auglýst eftir einstaklingum, fyrirtækjum eða félagasamtökum sem vilja taka að sér einstaka liði í framkvæmd hátíðarinnar.

Hittumst á Krákunni í kvöld miðvikudaginn 26. mars kl. 20:30 og ræðum málin.

Einnig er hægt að senda tölvupóst með hugmyndum á tangi2@li.is