Hátíðin “Á góðri stund í Grundarfirði” hefst í dag með afmælisdagskrá Bókasafns Grundarfjarðar kl: 15:00 í húsnæði bókasafnsins að Borgarbraut 16. Upplýsingar um þá dagskrá má sjá í bæjardagbókinni sl. mánudag.

Hin árlega grillveisla við Verslunina Tanga hefst kl: 16:00 og þar verður fjölbreytt skemmtidagskrá ásamt því sem gestir fá að gæða sér á ýmsum kræsingum.

Upplýsingar um helstu viðburði má nálgast á heimasíðu Grundarfjarðar.

Dagskrá hátíðarinnar verður seld við þjóðveginn inn í bæinn. Einnig verður hægt að nálgast hana  hjá Versluninni Tanga og í sölutjaldi Ungmennafélagsins á hafnarsvæðinu.