Síðastliðna helgi var hátíðin ,,Á góðri stund í Grundarfirði” haldin með glæsibrag. Veðrið var mjög gott fyrir utan örlitla vætu á föstudeginum. Áætlað er að um 3000 gestir hafi lagt leið sína til Grundarfjarðar þessa helgi enda fjölbreytt og skemmtileg dagskrá að vanda. Hátíðin var að flestra mati mjög vel heppnuð og fólk því mjög ánægt með helgina. Öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar eru færðar þakkir fyrir.

Góða verslunarmannahelgi!