Bæjarhátíð Grundfirðinga, "Á góðri stund í Grundarfirði" verður haldin í 9. sinn dagana 28.-30. júlí nk. Uppsetning dagskrárliða verður að mestu með hefðbundnu sniði, þó alltaf séu einhverjar breytingar milli ára. Mörgum finnst að hátíðin byrji á fimmtudeginum, en þá skreyta allir hverfin sín í gulum, rauðum, grænum eða bláum litum.

 

Hverfahátíðirnar hafa nú fest sig í sessi enda eru þær alveg frábærar og mikil og skemmtileg samkeppni milli hverfa um glæsilegustu og frumlegustu skreytingarnar. Það má eiginlega segja að hátíðin sé þegar byrjuð, því hverfin eru farin að undirbúa hátíðina af fullum krafti.

 

Á síðasta ári tókst hátíðin með afbrigðum vel, enda tóku allir bæjarbúar ásamt gestum sínum þátt í undirbúningi og framgangi hátíðarinnar. 

 

Dagskrá hátíðarinnar er óðum að fyllast og verður kynnt hér á vefnum næstu daga.