Þann 8. október n.k. verður gengið til kosninga um sameiningu fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Þau eru Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit.                     

 

Á kjörskrá í sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi eru samtals 2.677 íbúar, 1393 karlar og 1.284 konur.

Í Grundarfjarðarbæ eru 635 einstaklingar á kjörskrá, eða tæp 24% kjósenda, 338 karlar og 297 konur.

 

Í Snæfellsbæ eru 1.139 á kjörskrá, eða tæp 43% kjósenda.

Í Stykkishólmsbæ eru 783 á kjörskrá, eða rúm 29% kjósenda.

Í Eyja- og Miklaholtshreppi eru 72 á kjörskrá, eða tæp 3% kjósenda.

Í Helgafellssveit eru 48 á kjörskrá eða tæp 2% kjósenda.

 

Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu, en á henni standa þeir sem lögheimili áttu í sveitarfélaginu 3 vikum fyrir kjördag, sbr. 5. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

Hægt að gera athugasemdir við kjörskrá og óska þess að bæjarstjórn geri viðeigandi leiðréttingar á henni, allt fram á kjördag. Óheimilt er þó að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist þjóðskrá fyrir þann tíma er í 5. gr. segir.