Sunnudaginn 2. júlí næstkomandi verður boðið upp á sögugöngu undir leiðsögn Inga Hans.  Gengið verður um fornar byggðir við innanverðan Búlandshöfða. Lagt verður af stað frá Sögumiðstöðinni kl. 15.  Þátttakendur aka síðan á eigin bílum að Búlandshöfða.  Gangan tekur um 2 klst. og kostar kr. 500 fyrir fullorðna, en er frítt fyrir börn.  Nánari upplýsingar og skráning í síma 438 1881.