Á vegum bæjarins eru götur Grundarfjarðarbæjar sópaðar af og til.  Þetta er gert til þess að fá snyrtilegra yfirbragð á bæinn og einnig til þess að verja malbikið skemmdum.  Ef möl og grjót liggja stöðugt á malbikinu skemmist það og verður holótt.  Á nokkrum stöðum háttar þannig til að malarplön eru við hús og vill mölin berast út á göturnar.  Þetta á ekki síst við um Grundargötu.  Eigendur allra húsa eru eindregið beðnir um að takmarka þetta eins og hægt er.  Nokkrir verktakar eiga það einnig til að aka vörubílum með malarfarma um götur bæjarins og virða ekki reglur um frágang farms, þ.e. hafa pallana ekki lokaða að aftan svo mölin sáldrast á göturnar.  Gott væri ef allir sameinuðust um að stoppa þessa óæskilegu malardreifingu nú þegar og kappkosta að hafa sem snyrtilegast yfirbragð á bænum.