Foreldrar hafa mikil áhrif á hvort börnin þeirra njóta þess að lesa. Leitið á almenningabókasöfnin og veljið úr úrvali lesefnis.

Komið á bókasafnið í Sögumiðstöðinni. Afgreiðsla á þjónustutíma Upplýsingamiðstöðvar. Alltaf velkomin.

Lesum í hljóði, lesum saman, lesum fyrir hvert annað.

Krakkar! Búum til okkar eigin kvikmynd í huganum. 

Lestri barna hrakar yfir sumartímann ef þau lesa ekki. Menntamálaráðherra vill gera átak í lestrargetu barna og unglinga, sjá Hvítbókina.

Almenningsbókasöfnin eru bandamenn foreldra sem vilja að börnin þeirra nái góðri færni í lestri. Fyrir þau sem eiga erfitt með lestur eru til hljóðbækur og á vefsíðu Lestu.is, Emmu og víðar er hægt að finna bækur rafrænu formi. Bókasafnið þiggur ábendingar um fríar rafbækur fyrir börn.