Nú er bæjarhátíðinni lokið og samdóma álit að mjög vel hafi tekist til í ár. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir eins og venjulega. Enda eru Grundfirðingar með sérstakan samning við þá varðandi þessa helgi.

Grundarfjarðarbær vill færa öllum þeim er komu að hátíðinni bestu þakkir. Íbúar, gestir, fyrirtæki og bæjarstarfsmenn lögðust öll sem einn til að gera hátíðina sem best úr garði.