Nýlega er yfirstaðið átak í hirðingu rusls og drasls frá bæjarbúum sem tóku vel við sér þegar átakið var framlengt til 17. júní sl.  Margir eiga góðar þakkir skyldar fyrir að hafa snyrt vel og vandlega umhverfis húseignir sínar og lóðir.

Enn vantar þó á því t.d. er allmikið dót á nokkrum athafnalóðum sem ekki virðist vera í virkri notkun og er til óprýði í umhverfi sínu.  Athafnafólk og fyrirtækjaeigendur, takið þetta föstum tökum og leggið ykkar af mörkum til þess að Grundarfjarðarbær hafi snyrtilegt og umhverfisvænt yfirbragð.