Aðalfundir sjálfseignarstofnunar um Eyrbyggju – Sögumiðstöð og Blöðruskalla, sögufélags verða haldnir miðvikudaginn 12. júní 2013 kl. 20.00 í Sögumiðstöðinni, Grundargötu 35.

 

Dagskrá aðalfundar Eyrbyggju - Sögumiðstöðvar:

 

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar

3. Ársreikningar 2012, kynntir og bornir upp til samþykktar

4. Rekstrar- og framkvæmdaáætlun  Eyrbyggju  – Sögumiðstöðvar 2013

5. Stjórnarkjör  

6. Önnur mál 

 

Úr stofnskrá Eyrbyggju - Sögumiðstöðvar:

Starfsmenn stofnunarinnar og fulltrúar stofnaðila eiga rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti. Atkvæðisrétt hafa stofnaðilar og á hver stofnaðili eitt atkvæði á aðalfundi. 

 

Dagskrá aðalfundar Blöðruskalla – í beinu framhaldi:

 

1. Sama fundarstjóra og fundarritara falin stjórn og ritun 

2. Yfirlit yfir starfsemi Blöðruskalla og skýrsla stjórnar

3. Tillaga um sölu á fasteigninni Grundargötu 35 lögð fram til samþykktar

4. Tillaga um að leggja félagið niður lögð fram til samþykktar  

5. Önnur mál 

 

Stjórnir Eyrbyggju-Sögumiðstöðvar og Blöðruskalla.