Ársfundur Eyrbyggja 29. júlí 2000 haldinn í Grunnskólanum í Grundarfirði.

Fundarmenn fengu í hendur dagskrá, skýrslu stjórnar, samþykktir Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar, töflum yfir núverandi búsetu fermingarbarna í Eyrarsveit 1935 – 1999 og röð nafna eftir fjölda sem fyrsta nafn.

1. Gísli Karel Halldórsson, formaður Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar setti fundinn kl. 17:05

 

2. Jóhannes Finnur Halldórsson var skipaður fundarstjóri og Laufey B. Hannesdóttir fundarritari.

 

3. Gísli Karel flutti skýrslu stjórnar, sem fylgir hér með.  Um örnefnaskráningu bætti hann við umfjöllun á mismunandi útfærslur á örnefnaskráningu sem hengdar voru upp á veggi í fundarsalnum.
Skýrslan var samþykkt án athugasemda.

 

4. Fundarstjóri las upp “Samþykktir Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar”.  Samþykktirnar voru samþykktar samhljóða með þessari breytingu:
Í greina 7 verði bætt við lið tvö og færast aðrir liðir niður. 
Liður 2.  Reikningar lagðir fram til afgreiðslu.

 

5. Ekki komu fram neinar ályktanir á fundinum.

 

6. Stjórnarkjör.
Af  7 manna stjórn eiga þrír að ganga úr stjórn samkvæmt nýsamþykktum samþykktum.  Tveir stjórnarmenn óska eftir að ganga úr stjórn, þau Halldóra Karlsdóttir og Sigurður Hallgrímsson.  Ólafur Hjálmarsson gaf einnig kost á endurkjöri.  Fundarstjóri óskaði eftir tilnefningum.  Stungið var upp á eftirtöldumí stjórn:
Guðlaugur Pálsson, Magnús Þórarinsson og Ólafur Hjálmarsson.  Ekki bárust fleiri tilnefningar.  Nýjum stjórnarmönnum var fagnað og fráfarandi klappað lof í lófa.
Í nýrri stjórn Eyrbyggja verða þá: 
Til eins árs þ.e. til 2001 verða: Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Hermann Jóhannesson og Hildur Mósesdóttir.
Til tveggja ára þ.e. til 2002 hafa verið kjörin: Guðlaugur Pálsson, Magnús Þórarinsson og Ólafur Hjálmarsson.
 
7. Önnur mál.

 

7.1  Freyja Bergsveinsdóttir hönnuður gerði grein fyrir merki hollvinasamtakanna sem hún hefur hannað.

7.2  Örnefnaskráning – starfsnefnd.  Í nefndinni verða:  Gísli Karel, Hildur Sæmundsdóttir ljósmóðir,   Gunnar Magnússon frá Kirkjufelli.

7.3  Skráning fiskimiða – starfsnefnd.  Í nefndinni verða áfram Elís Guðjónsson og Guðjón Elísson.

7.4  Söfnun á vísum og sögum – starfsnefnd:  Í nefndinni verða:  Halldór Páll Halldórsson, Páll Cecílsson.  Halldór gerði grein fyrir hvernig hann hugsar sér að vinna að söfnun.  Þeir Halldór og Páll munu leita eftir samstarfssólki.

7.5  Söfnun og skráning ljósmynda – starfsnefnd:  Í nefndinni verða Sunna Njálsdóttir, Hermann Jóhannesson, Sveinn Arnórsson og Magnús Soffaníasson.

7.6  Manntöl 1901, 1910, 1920 og 1930.  Vinna við manntölin var langt komin fyrir útgáfu bókarinnar en náðist ekki að ljúka henni.  Elínbjörg Kristjánsdóttir og Hermann Jóhannesson munu ganga frá manntölunum til prentunar.

7.7  Fræðslumál í Eyrarsveit.  Sigurður Hallgrímsson sagði frá að Jens Hallgrímsson frá Vík hafi tekið vel í að taka að sér að taka saman hverjir hefðu annast fræðsluna og hvernig henni hafi verið hagað.

7.8  Saga bátanna – gagnasöfnun.  Gunnar Hjálmarsson og Ólafur Hjálmarsson munu annast söfnun á myndum og upplýsingum um báta.

7.9 – 7.11  Saga Grundarfjarðarhafnar, útgerðar- og fiskvinnslusaga.  Gunnar Kristjánsson hefur tekið jákvætt í að taka saman atvinnusöguna.

7.12  Vatnsveitan.  Gísli Karel mun taka að sér að skrifa sögu vatnsveitunnar.

 

8. Enn önnur mál

Dóra Haraldsdóttir benti á að myndasafnið í viktarskúrnum væri góð byrjun – saga skipstjóra.

Hermann Jóhannesson benti á að nú væri komið að heimamönnum sem þekkja vel til að safna saman efni úr byggðarlaginu.

Sigurður Hallgrímsson þakkaði samveruna og ánægjulegt starf í stjórn hollvinasamtakanna.  Starfið hafi verið vel skipulagt af formanni og það unnist tiltölulega létt.  Óskaði hann nýrri stjórn velfarnaðar.
Sunna Njálsdótir bókasafnsvörður hvetur stjórnina til að nýta sér bókasafnið sem tengilið við byggðarlagið.  Á bókasafninu væri tilvonandi ljósmyndasafn.

Gísli Karel þakkaði fráfarandi stjórn og ekki síst þeim tveim sem nú fara úr stjórn skemmtilegt starf og sagðist hlakka til að vinna í nýju stjórninni.

Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri þakkaði fólkinu sem valdist í fyrstu stjórn hollvinasamtakanna.  Vel hafi tekist að virkja hugmyndir og velvilja brottfluttra Grundfirðinga.  Gott hafi verið að fá fundargerðir sendar þannig að sveitarstjórn hefur getað fylgst með störfum hollvinasamtakanna.  Hún benti hollvinasamtölunum á að nota sér FAG – Félag atvinnulífsins í Grundarfirði.  Hún sagði að vel hafi tekist til með val á formanni.  Gísli Karel eigi gott með að fá fólk til að vinna fyrir samtökin.  Vel hafi gengið fyrsta árið og erfitt verði að gera betur.  Varðandi fyrirspurn um hraðbanka sem fram kom fyrr á fundinum bjóst hún við að hann komi fljótlega í þorpið.

Fundarstjóri hvatti að lokum fundarmenn til að selja bókina og þakkaði góðan fund.

Fundi slitið kl 18:20