Ársfundur Eyrbyggja 27. júlí 2001 haldinn í Hótel Framnesi í Grundarfirði.

 

Fundarmenn fengu á fundinum í hendur skýrslu stjórnar.  Fundurinn var auglýstur í Þey með dagskrá.  Fundarmenn voru 26 talsins.

Gísli Karel Halldórsson, formaður Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar setti fundinn kl. 21:10.  Hann stakk upp á Jóhannesi Finni Halldórssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt.  Jóhannes tók síðan við stjórn fundarins og stakk upp á Laufeyju B. Hannesdóttur sem fundarritara og var það einnig samþykkt 
 

1. Skýrsla stjórnar og starfsnefnda
Gísli Karel flutti skýrslu stjórnar.  Einnig minntist Gísli á sýninguna í Grund á þróun vélbáta í Grundarfirði að þar væri komið efni sem ætti heima í næstu bók.  Skýrslan var samþykkt án athugasemda.
 

2. Reikningar lagðir fram
Hildur Mósesdóttir las upp endurskoðaða reikninga.  Þeir voru samþykktir.  Fundarstjóri benti á að eðlilegt væri að breyta fjárhagsári til samræmis við fundartíma ársfundar.  Stjórnin taldi að ekki væri þörf á því vegna þess að engar fjárhagsfærslur væru fyrri hluta árs, þær væru aðeins vegna útgáfu bókarinnar.
 

3. Lagabreytingar
Stjórn lagði fram eftirfarandi breytingu á samþykktum félagsins.
7. gr. 5. töluliður breytist þannig.  
Í stað ‘5. stjórnarkjör’
komi ‘5. stjórnarkjör og kjör skoðunarmanns reikninga’.
Við 4. gr. fyrsta málsgrein bætist ‘Skoðunarmann reikninga skal kjósa árlega’.
Sunna Njálsdóttir lagði til að skoðunarmenn verði tveir.  Ekki komu fram aðrar breytingar og stjórn dró sína tillögu til baka.  Lagabreytingin með þeirri viðbót að skoðunarmenn verði tveir í stað eins var samþykkt.  Einnig var samþykkt að lagabreytingin taki strax gildi.
 

4. Ályktanir afgreiddar.

Ekki komu fram neinar ályktanir á fundinum.
 

5. Stjórnarkjör og kostning skoðanamanna reikninga.
Stjórnarmennirnir Elínbjörg, Gísli Karel, Hildur og Hermann hafa setið tvö kjörtímabil.  Þau eru í kjöri fyrir næsta kjörtímabil, tvö ár.  Einnig hefur Magnús Þórarinsson óskað eftir að hætta í stjórn.  Sigurður Hallgrímsson stakk upp á Lilju Njálsdóttur í stjórnina auk fjórmenninganna.  Það var samþykkt með lófaklappi. 

Í stjórn eru:
Elínbjörg Kristjánsdóttir , Gísli Karel Halldórsson , Guðlaugur Pálsson , Hermann Jóhannesson , Hildur Mósesdóttir , Lilja Njálsdóttir og Ólafur Hjálmarsson .

Kosning skoðunarmanna reikininga:
Fundurinn samþykkti að skoðunarmenn reikninga verði Ásthildur Kristjánsdóttir og Eyþór Björnsson.
 

6. Önnur mál.

6.1  Hermannn lagði áherslu á að starf hollvinasamtakanna væri meira en að hittast einu sinni í mánuði á fundi.  Það byggðist á vinnu áhugasamra einstaklinga.  Félgasmenn væru ekki aðeins fermingarbörn frá Grundarfirði heldur einnig þeir sem hafa búið hér eða hafa áhuga á að starfa í samtökunum

6.2  Ljósmyndasöfnun – Sunna Njálsdóttir ræddi um söfnun ljósmynda.  Á bókasafninu eru góðar aðstæður til að geyma myndirnar og skrásetja þær og upplýsingar um þær.  Auðvelt er hverjum og einum að sækja myndir á bókasafnið.  Enn sem komið er hafa fáar myndir borist safninu.  Sunna þakkaði störf Eyrbyggja og hvatti heimamenn til að sína einnig frumkvæði.  Gísli Karel sagðist vera Sunnu sammála um myndasöfnunina.  Safna þyrfti upplýsingum um myndir hjá þeim sem eru orðnir fullorðnir.

6.3  Fundarstjóri benti á að mikilvægt væri að rækta samband við stofnanir og fræðimenn.  Einnig benti hann stjórninni á að líta til framtíðar og reyna að átta sig á hvernig byggðin í Grundarfirði verður eftir 50 ár. 

6.4  Sigurður Hallgrímsson þakkaði starf stjórnar.  Gott starf væri að safna saman örnefnum.

6.5  Björg sveitarstjóri sagðist tala fyrir hönd sveitarstjórnar og þakkaði störf Eyrbyggja.  Þeim hafi tekist vel að virkja fólk.  Grundfirðingar þurfa að sýna meira frumkvæði.  Einnig benti hún á möguleikann á samstarfi FAG og Eyrbyggja. 

6.6  Ragnar Elbergsson nefndi að Eyrbyggjum hafi tekist að senda jákvæðan tón inn á borð sveitarstjórnar með starfi sínu.  Fundargerðir Eyrbyggja eru ávalt sem perla í stórum bunka skjala sem sveitarstjórnarmenn þurfa að skoða. 
 

7. Fundarstjóri sleit fundi.
Fundi slitið kl 10:05