Ársfundur Eyrbyggja 27. júlí 2002 haldinn í Hótel Framnesi í Grundarfirði.

Fundarmenn fengu á fundinum í hendur skýrslu stjórnar.  Fundarmenn voru 21 talsins.

Gísli Karel Halldórsson, formaður Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar setti fundinn kl. 16:05.  Hann stakk upp á Höllu Halldórsdóttur sem fundarstjóra og var það samþykkt.  Halla tók síðan við stjórn fundarins.  Niðurstaðan á könnun lögmætis  fundarins var að rétt væri til hans boðað.  Fundurinn var bæði auglýstur í Þey og í dagskrá hátíðarinnar, Ágóðri stund í Grundarfirði. Fundarstjóri stakk upp á Laufeyju B. Hannesdóttur sem fundarritara og var það samþykkt.  Síðan var gengið til dagskrár.

1.                 Skýrsla stjórnar og starfsnefnda
Gísli Karel flutti skýrslu stjórnar. 

2.                 Umræða um skýrslu stjórnar og strfsnefnda.
Ásthildur Kristjánsdóttir spurði um útsýnisskífu.  Gísli Karel upplýsti að sjónarmið stjórnar hefðu breyst.  Fyrirhugað væri að koma upp áhugaverðum áfangastað á Fornu-Grund og æskilegt væri að aðeins ein vegtenging væri á þessum slóðum.  Málið væri þó alls ekki úr sögunni og væri enn í skoðun.

3.                 Reikningar lagðir fram
Hildur Mósesdóttir las upp endurskoðaða reikninga. 
Helstu tölur eru:

Tekjur

 

              Sala á bókinniog styrkir

1.177.590

Rekstrargjöld

 

              Útgáfa bókar

871.500

              Eyrbyggjaverðlaun

31.000

              Pappír, prent og ritföng

20.165

              Sendingarkostnaður Þeys

28.909

              Önnur gjöld

12.982

Samtals

964.556

Hagnaður ársins

213.034

4.                 Umræða um reikninga
Engar umræður voru um reikninga og voru þeir samþykktir samhljóða.

5.                 Lagabreytingar
Engar lagabreytingar lágu fyrir fundinum.

6.                 Ályktanir afgreiddar.
Ekki komu fram neinar ályktanir á fundinum.

7.                 Stjórnarkjör og kostning skoðanamanna reikninga.
Stjórnarmennirnir Hildur Mósesdótir, Ólafur Hjálmarsson, Lilja Njálsdóttir ganga úr stjórn.  Tillaga kom fram um nýja stjórnarmenn.  Orri Árnason, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir og Hrönn Harðardóttir.  Kjör þeirra var samþykkt með lófaklappi. 

Í stjórn eru:
Elínbjörg Kristjánsdóttir (2001-2003), Gísli Karel Halldórsson (2001-2003), Guðlaugur Pálsson (2000-2003), Hermann Jóhannesson (2001-2003), Orri Árnason (2002-2004), Ásthildur Elva Kristjánsdóttir (2002-2004) og Hrönn Harðardóttir (2002-2004).
Kosning skoðanmanna reikininga:
Fundurinn samþykkti að skoðanamenn reikninga verði Njáll Gunnarsson og Friðbjörg Matthíasdóttir, skrifstofustjóri hjá Grundarfjarðarbæ.
Þeim Hildi og Ólafi voru þökkuð góð störf í stjórn frá upphafi starfs samtakanna.

8.                 Önnur mál.

8.1  Svanhildur Bjarnadóttir frá Hallbjarnareyri tók til máls.  Hún þakkaði góð störf stjórnar samtakanna.  Fjölslylda hennar á sumarbústað á Hallbjarnareyri Henni finnst rétt að minna á Hallbjarnareyri sem bæði var kirkjujörð og holds­veikra­spítali.  Þau hafa þegar girt af Bænaskarðið.  Því miður hafi það gerst fyrir nokkrum árum fyrir slysni að leiðin í kirkjugarðinum voru jöfnuð út.  Gaman væri að gera skilti með upplýsingum um kirkjuna og holdsveikra­spítalann ásamt göngustíg um svæðið. 
Amma Svanhildar, Anna, ólst upp á Setbegi hjá séra Jens.  Síðustu árin bjó Jens hjá Önnu.  Fjölsyldan á nokkra gamla muni frá séra Jens sem þau vilja gjarna koma í hendur réttra aðila, byggðasafns eða annars slíks.  Fundarstjóri þakkaði Svanhildi góðar tillögur.

8.2  Hermann Jóhannsson ræddi nýjar hugmyndir og starfið framundan.

8.3  Elínbjörg Kristjánsdóttir óskaði eftir upplýsigum um flutninga á vörum og fólki á fyrri tímum þegar Þórður og Kristján eða Jón Ísleifs sáum um þá.

8.4  Halldór Páll minntist þessa að heimkoma flutningabílanna var stór atburður í plássinu og krakkarnir hlupu um og kölluðu “rúta, rúta”.

8.5 Njáll Gunnarsson hvatti stjórn til að hugsa lengur um hvar örnefnaskiltið yrði sett upp. Hann minnti á uppbygginguna sem Ingi Hans stendur fyrir sem geta orðið að atvinnuháttasafni.  Ennþá væru til vélar t.d. úr mjólkurbúinu sem ættu heima á safninu. Mikil sorgarsaga væri hve miklu menn hafa hent af gömlum gripum og tækjum.  Grundfirðingar eiga ekkert safn sjálfir og hefðu kannské ekki skap í sér að fara með þá inn í Stykkishólm á byggðasafnið.

8.6 Hermann Jóhannsson benti á nýjan stað fyrir örnefnaskiltið það væri í nánd við fyrirhugaða brú yfir Kolgrafarfjörð.

8.7  Eyþór Björnsson sagði að hvort gripir í vörslu byggðasafns væru til sýnis hér eða í Stykkishólmi væri aðallega spurning um hvar húsnæði væri í boði en ekki hvort vilji væri til að sýna þá hér.  Það vantaði sýningaraðstöðu hér.  Því miður hafa þeir í Stykkishólmi ekki staðið við bókun um uppbyggingu héraðs­skjalasafns í Stykkishólmi fyrir Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Þeir ættu eftir að standa við það. 

9.                 Fundarstjóri sleit fundi um kl 17:30