Aðalfundur Eyrbyggja 26. júlí 2003  kl 17:00 á Hóteli Framnesi í Grundarfirði.

1.                  Ársskýrsla

Formaður félagsins, Gísli Karel Halldórsson, lagði fram ársskýrslu þar sem gerð var grein fyrir því helsta í störfum félagsins.  Engar athugasemdir voru gerðar við skýrsluna og var hún samþykkt samhljóða.

 

2.                  Ársreikningur                      

Gjaldkeri félagsins, Áshildur Elva Kristjánsdóttir, lagði fram ársreikninga félagsins og voru þeir samþykktir athugasemdalaust.

3.                  Lagabreytingar

Engar tillögur voru gerðar um lagabreytingar.

 

4.                  Ályktanir

Engar ályktanir voru gerðar.

 

5.                  Stjórnarkjör

Úr stjórn gengu Gísli Karel Halldórssonog Elínbjörg Kristjánsdóttir.  Í þeirra stað koma Bjarni Júlíusson og Hafdís Gísladóttir.  Sjórnin mun skipta með sér störfum á næsta stjórnarfundi.

Nýja stjórn skipa:

 

Ásthildur Elva Kristjánsdóttir

Bjarni Júlíusson

Orri Árnason

Guðlaugur Þór Pálsson

Hafdís Gísladóttir

Hermann Jóhannesson

Hrafnhildur Pálsdóttir

 

6.                  Endurskoðendur

Njáll Gunnarsson og Friðbjörg Matthíasdóttir verða áfram endurskoðendur félagsins.

 

 

7.         Önnur mál

 

Fráfarandi stjórnarmenn kvöddu með söknuði og þökkuðu fyrir ánægjulegt samstarf liðinna ára.  Fundarmenn þökkuðu þeim fyrir vel unnin störf, en sérstaklega var fráfarandi formanni þakkað fyrir stórt framlag sitt við að koma á framfæri og varðveita heimildir frá Grundarfirði með útgáfu bókanna, ,,Fólkið, fjöllin, fjörðurinn”, og klöppuðu fundarmenn honum lof í lófa.

Í lok fundar sögðu menn gamansögur frá Grundarfirði.

 

Fundi slitið

 

 

Fundarstjóri, Halldór Páll Halldórsson