Aðalfundur Eyrbyggja 7. september 2004  kl 20:00 í Borgartúni 21a (Amokka kaffihús), í Reykjavík.

 

Viðstaddir stjórnarmenn: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason,Bjarni Júlíusson, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Þór Pálsson, Hafdís Gísladóttir.

 

1.                  Ársskýrsla

Formaður félagsins, Bjarni Júlíusson, kynnti stjórn og greindi frá því helsta í starfi félagsins á síðastliðnum vetri.

2.                  Lagabreytingar

            Engar tillögur voru gerðar um lagabreytingar.

3.                  Ársreikningur                      

Gjaldkeri félagsins, Áshildur Elva Kristjánsdóttir, lagði fram ársreikninga félagsins og voru þeir samþykktir athugasemdalaust.  Jafnframt var greint frá helstu styrktaraðilum félagsins.

4.                  Stjórnarkjör

Stjórnin er óbreytt að öðru leiti en því að varamaður var kjörinn Benedikt Ívarsson.  Stjórnin mun skipta með sér störfum á næsta stjórnarfundi.

Nýja stjórn skipa:

 

Ásthildur Elva Kristjánsdóttir

Bjarni Júlíusson

Orri Árnason

Guðlaugur Þór Pálsson

Hermann Hóhannesson

Hafdís Gísladóttir

Hrafnhildur Pálsdóttir

Benedikt Ívarsson   ( varamaður)

 

5.                  Endurskoðendur

Njáll Gunnarsson og Friðbjörg Matthíasdóttir verða áfram endurskoðendur félagsins.

 

6.         Ályktanir fundarins

Engar tillögur bárust.

 

 

7.         Önnur mál

 

Spurt var eftir því hversu margar myndir frá Grundarfirði væru til á stafrænu formi og hvernig mætti nálgast þær. 

-         Sveinn Arnórsson svaraði því til að myndirnar skiptu þúsundum og Benedikt sagði að stefnt væri að því að vista þær á netþjóni, til að almennignur ætti þess kost að nálgast þær í upprunalegum gæðum.

 

Fundarstjóri óskaði eftir að gangskör yrði gerð í því að skrá félaga svo auðveldara væri að koma boðum til Eyrbyggja um viðburði þeim tengdum.

 

Spurt var um heimasíðu félagsins og greinilegt var að fundarmenn söknuðu þess að sjá ekki fréttir af starfi félagsins.

-         Benedikt taldi að heimasíðan sem félagið hefur notað undanfarin ár væri ágæt en einhverra smávægilegra lagfæringa væri þörf  svo hún mætti nýtast félagsmönnum.  Þar væri hægt að setja upp aðstöðu til að áhugasamir eyrbyggjar gætu skráð sig og netföng sín.

 

8.         Fundi slitið

 

Fundarstjóri: Emil Emilsson

Fundarritari: Orri Árnason

 

 

Ljósmyndasýning frá Grundarfirði

 

Í framhaldi af stjórnarfundi var haldin ljósmyndasýning frá Grundarfirði.

Um tuttugu Grundfirðingar auk stjórnar Eyrbyggja tóku þátt í sýningunni. Endurminningarnar hlóðust upp eftir því sem myndunum var varpað á skjáinn og samhliða myndasýningunni voru margar sögur sagðar.  Í góðra vina hópi var glatt á hjalla og menn undu sér vel við góðar veitingar.