Aðalfundur Eyrbyggja 6. mars 2007 kl. 20:00 á Hótel Nordica, Reykjavík.

1. Skýrsla stjórnar

Formaður (Hermann Jóhannesson) fór yfir starfsemi félagsins á liðnu ári.

 

2. Ársreikningur

Gjaldkeri félagsins, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, lagði fram ársreikninga félagsins og voru þeir samþykktir athugasemdalaust.

3. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar lágu fyrir fundinum.

4. Ályktanir

Eftirfarandi ályktun var samþykkt einróma:

"Aðalfundur Eyrbyggja vill koma fram þakklæti til íbúa Grundarfjarðarbæjar með gott samstarf á liðnum árum, jafnframt skorar félagið á Grundarfjarðarbæ og íbúa bæjarins að styðja við starf félagsins af auknum krafti.  Sterkur stuðningur er forsenda fyrir áframhaldandi starfi félagsins."

5. Stjórnakjör

Fram kom eftifarandi tillaga að skipan stjórnar félagsins:

Hermann Jóhannesson, formaður.

Ásthildur Elva Kristjánsdóttir

Benedikt Gunnar Ívarsson

Orri Árnason

Ásrún Jónsdóttir

Ásgeir Þór Árnason

Guðlaugur Þ. Pálsson (varamaður)

Tillagan var samþykkt einróma.

6. Endurskoðendur

Hildur Mósesdóttir og Atli Már Ingólfsson voru kjörin skoðunarmenn félagsins.

7. Önnur mál

Fjallað var um mögulega uppsetningu á útsýnispalli í Hamrahlíðinni og samþykkti fundurinn að Hermann Jóhannesson skyldi vinna áfarm að því að koma þessu verkefni á legg.

Fundi slitið  kl. 21:30